Kirkjuskipan ríkisins

Þriðjudaginn 28. október 2003, kl. 16:09:58 (853)

2003-10-28 16:09:58# 130. lþ. 15.11 fundur 14. mál: #A kirkjuskipan ríkisins# (aðskilnaður ríkis og kirkju) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 130. lþ.

[16:09]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það var athyglisvert að hlýða á málflutning hv. þm. Einars Karls Haraldssonar. Ég tel þó rétt að taka fram að það eru ekki bara öfgasinnar sem taka undir það sjónarmið sem fram kemur í þessu frv., að jafnræðisreglan sé brotin. Það eru m.a. forstöðumenn í evangelískum kirkjum í Reykjavík sem telja að lúterskir söfnuðir séu settir skör lægra en söfnuðir sem tilheyra ríkiskirkjunni. Og það er það sem við viljum breyta með þessu frv., að jafnræðis sé gætt.

Þetta frv. snýst fyrst og fremst um jafnræði og ég tel gott að þingið velti málinu fyrir sér. Ég þakka samt Einari fyrir ágætisræðu.