Afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum

Þriðjudaginn 28. október 2003, kl. 18:53:27 (886)

2003-10-28 18:53:27# 130. lþ. 15.22 fundur 99. mál: #A afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég gat um þá er meginuppistaða verðbólgu undanfarinna ára hækkun á fasteignaverði Ef fasteignaverð skyldi nú allt í einu lækka, segjum um 10%, þá lækkar vísitalan væntanlega og öll lánin sem eru verðtryggð. En óverðtryggðu lánin halda sínum takti og standa á íbúðunum óbreytt. Ég mundi því telja að ef eitthvað er þá væru verðtryggðu lánin miklu betri í slíkri stöðu til að taka af fólki þessa áhættu sem til kæmi ef fasteignaverð lækkaði, sem maður vonar að gerist ekki. Það er langbest að hafa ákveðna ró yfir þessum hlutum. En ég held að verðtryggðu lánin taki yfirleitt áhættuna af lántakendum líka.