Flutningur sláturfjár yfir varnarlínur

Miðvikudaginn 29. október 2003, kl. 14:10:40 (903)

2003-10-29 14:10:40# 130. lþ. 16.4 fundur 121. mál: #A flutningur sláturfjár yfir varnarlínur# fsp. (til munnl.) frá landbrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 130. lþ.

[14:10]

Sigurjón Þórðarson:

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst ekki eingöngu um sjúkdómavarnir, heldur einnig um dýravernd, að vera að þvæla þessum skepnum landshorna á milli fyrir slátrun. Og vegna orða hæstv. landbrh. um einhverja hagkvæmni í þessari fækkun sláturhúsa, þá er það bara staðreynd sem ekki er hægt að líta fram hjá að það hefur engin hlutlaus úttekt verið gerð á því hvort þessi miðstýrða ríkishagræðing sé í raun einhver hagræðing. Og það eru meira að segja miklar líkur á því að slátrun í þessum útflutningshúsum leiði til aukins kostnaðar fyrir landbúnaðinn.