Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 29. október 2003, kl. 14:59:17 (913)

2003-10-29 14:59:17# 130. lþ. 17.11 fundur 32. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (ferðakostnaður) frv., Flm. GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 130. lþ.

[14:59]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef leggja á skilning í orð hv. þm. Péturs Blöndals, þá eigum við að skilja orð hans þannig að núverandi skattkerfi sé einfalt. Ég er ekkert viss um það, virðulegi forseti, að skattkerfið sé einfalt eins og það er í dag. Menn þurfa oft að fá leiðbeiningar til þess að telja fram til skatts og það eru alls konar frádráttarliðir sem við höfum verið með í gangi á undanförnum árum. Við höfum verið með hlutabréfakaupin, það er öðruvísi skattlagning á arði og vöxtum o.s.frv. og ýmsir frádráttarliðir sem hægt er að hafa í því sambandi. Ég held að það sem má skilja á hv. þm. sé að við séum með einfalt skattkerfi, ég er ekki viss um að það fái staðist. Ég vil meina að einföld regla um frádrátt vegna ferðalaga til og frá atvinnusvæði sé ekki flókin, enda er fjöldi manna í dag sem er með bifreiðakostnað og dregur hann frá og dagpeninga o.s.frv.