Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 12:02:41 (939)

2003-10-30 12:02:41# 130. lþ. 18.2 fundur 110#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 2002# (munnl. skýrsla), HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[12:02]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að nýr formaður allshn. ætli að ganga eftir því að þessar ábendingar séu teknar alvarlega og eftir því gengið að úr verði bætt. Enda lýsti formaður allshn. því ágætlega í ræðu sinni áðan að það er alls ekki nóg að bíða eftir væntanlegum lögum. Það kemur fram í skýrslu umboðsmanns að ráðuneytið hefur áður lýst því yfir að þessi lög væru væntanleg en það ekki gengið eftir. Það er sannarlega ekki hægt að bíða með úrbætur eftir því að lög komi einhvern tíma í framtíðinni. Til þess eru þessar aðfinnslur, einkanlega við fangelsismálin, allt of margar í skýrslu umboðsmanns Alþingis að mínu áliti, virðulegi forseti.