Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 15:30:22 (967)

2003-10-30 15:30:22# 130. lþ. 18.9 fundur 38. mál: #A almenn hegningarlög# (vændi) frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[15:30]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Það upplýsist sem sagt frá hendi hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur að það sé ákveðinn misskilningur í þessu máli og hún gefur skýringar á honum. En það breytir því ekki að sem sagt þrjár af fjórum þingkonum Sjálfstfl. fengu tölvupóst daginn fyrir þingsetningu og málið var kynnt, ef ég man rétt, 1. október, sem sagt daginn eftir. Þær höfðu ekki forsendur til að skoða þetta enda hefði það kannski ekki breytt miklu.

Það sem mér fannst vera komið aftan að okkur í þessu máli var að það var látið að því liggja að konur í Sjálfstfl. væru svo ósjálfstæðar að þær gætu ekki tekið eigin ákvarðanir, og það er náttúrlega algjörlega út úr kortinu. (Gripið fram í.)