Aðgerðir gegn ójafnvægi í byggðamálum

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 18:27:40 (999)

2003-10-30 18:27:40# 130. lþ. 18.10 fundur 45. mál: #A aðgerðir gegn ójafnvægi í byggðamálum# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[18:27]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski er ekki svo miklu við þetta að bæta. Ég tel að við séum í öllum meginatriðum sammála. En af því að við sem hér höfum talað erum öll fulltrúar Norðvesturkjördæmis þá verður að draga strax fram svo að menn séu ekki alltaf á svörtu nótunum að auðvitað á þetta svæði alveg gríðarlega möguleika og ekki hvað síst á grunni þess að þar eru þrír háskólar sem gefa svæðinu gríðarlega möguleika í framtíðinni. Hvanneyri er kannski frumkvöðull á leið til nýrra landbúnaðarhátta eða nýsköpunar í landbúnaði. Miklar vonir eru bundnar við slíkt. Þarna eru gríðarlegir möguleikar. Ég mun leggjast á sveif með öllum góðum verkum til að milda þau áhrif sem ég lýsti í fyrri ræðu minni og reyna að koma málum þannig fyrir að fólk geti búið við velsæld á öllum þessum svæðum. Auðvitað er það það sem við viljum hvort sem það er á grunni opinberrar þjónustu svo sem vegagerðar eða skólanna eða stuðnings við sveitarfélög o.s.frv. Það þarf svo sem ekkert við þetta að bæta frekar. Ég held að gott sé að fara í þessa vinnu á grunni þessarar þáltill. og auðvitað verðum við að milda áhrifin af því sem ég lýsti í fyrri ræðu minni með einhverjum ráðum. Ég er sammála því að hæstv. ríkisstjórn hefur ekki lagt í þá vinnu af neinum myndarskap.