Seðlageymslur á landsbyggðinni

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:07:56 (1007)

2003-11-03 15:07:56# 130. lþ. 19.1 fundur 113#B seðlageymslur á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:07]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Þessi ákvörðun Seðlabankans hefur ekki verið rædd sérstaklega við forsrn. og ekki við mig sérstaklega. Án þess að ég vilji fullyrða neitt geri ég þó ráð fyrir að þetta hafi verið tekið upp í bankaráði bankans þar sem fulltrúar kjörnir af Alþingi sitja. En vegna þess sem hv. þm. sagði síðast, er ég reiðubúinn til þess að setja mig sérstaklega inn í málið og kynna mér það en vil ekki lofa afstöðu fyrr en ég hef gert það, en vil gjarnan hafa samband við hv. þm. um það. Svo er ágætt að fá að deila við menn hér á íslensku.