Greiðslur til öryrkja samkvæmt dómi Hæstaréttar

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:18:21 (1015)

2003-11-03 15:18:21# 130. lþ. 19.1 fundur 115#B greiðslur til öryrkja samkvæmt dómi Hæstaréttar# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:18]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vonast til þess að þessar upplýsingar liggi fyrir á þessu ári. Það er ljóst. Við höfum eins og ég segi lagt alla áherslu á það að þessar upplýsingar liggi fyrir sem fyrst og ég vonast til þess án þess að ég vilji nefna dagsetningu í málinu. Ég hef ekki fengið hana hjá Tryggingastofnun enn en ég vonast til þess.

Varðandi það hvort einhver standi verr en áður þá gefur dómurinn ekki tilefni til þess. Það var fyrri öryrkjadómurinn sem var þess efnis en þessi dómur gefur ekki tilefni til þess eftir þeim upplýsingum og túlkunum sem ég hef fengið. Ég hef lagt áherslu á að þeir aðilar sem þarna eiga kröfu á ríkið fái sínar greiðslur samkvæmt dómnum og Tryggingastofnun haldi sig við það.