Greiðslur til öryrkja samkvæmt dómi Hæstaréttar

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:19:38 (1016)

2003-11-03 15:19:38# 130. lþ. 19.1 fundur 115#B greiðslur til öryrkja samkvæmt dómi Hæstaréttar# (óundirbúin fsp.), HHj
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Helgi Hjörvar:

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. heilbr.- og trmrh. fyrir að staðfesta hér að enginn verði verr settur eftir dóminn en áður, en örorkulífeyrisþegar eiga umtalsverðar inneignir a.m.k. samkvæmt fréttum af hæstaréttardómnum sem hér er fjallað um. Og ég vil að síðustu leggja áherslu á það við hæstv. ráðherra að það skiptir miklu máli með hvaða hætti staðið verður að hinni skattalegu meðferð þessara greiðslna því það kann að hafa talsverð eftirköst og afleiðingar ef farið verður þannig með að greitt verði út í einni greiðslu en síðan allt skattlagt eftir á sem tekjur þessa árs þannig að mjög tekjulágt fólk sem býr í rauninni við viðvarandi lágar tekjur alla ævi fái í kjölfar þessara skaðabóta í rauninni aftur á greidda skattreikninga á næsta ári upp á umtalsverðar fjárhæðir. Það getur valdið talsverðum erfiðleikum ef ekki er staðið vel að málinu að þessu leyti.