Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 16:42:55 (1047)

2003-11-03 16:42:55# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég geri engar athugasemdir í sjálfu sér við ræðu hv. þm. Honum er mikið niðri fyrir. Ég verð samt endilega að taka fram að við erum ekki að taka neina ákvörðun núna um sölu Símans. Sú lagaheimild liggur fyrir, í þeim lagabálki sem verið er að gera smávægilega breytingu á. Við erum því ekki að taka neina efnislega ákvörðun um, það hefur löngu verið gert á Alþingi hvað heimildina varðar. Þetta er eingöngu um formbreytingu að ræða með hlutafé í Símanum, fari hæstv. fjmrh. með en ekki hæstv. samgrh. Þannig að við erum ekki að tala um það núna að menn þurfi að taka afstöðu í þeim efnum, þó ekkert sé á móti því eins og ég sagði áðan að menn noti tækifærið til að ræða mikilvægt mál eins og þetta og ég geri ekki lítið úr því.