Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 16:45:00 (1049)

2003-11-03 16:45:00# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[16:45]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er augljóst að ég hef ekki talað nægilega skýrt í fyrra andsvarinu. Þetta frv. hljóðar svo:

,,3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lögin fellur brott.``

Þetta er nú frumvarpið. Og síðan gildistökugrein:

,,Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.``

Það sem ég var að reyna að segja áðan í andsvari við hv. þm. var þetta: Heimildin til að selja og efnisumræðan um þá heimild til handa ríkisstjórninni hefur þegar farið fram í þessum sal, þessum húsakynnum. Sú heimild liggur fyrir í lögunum sem verið er að breyta að pínulitlu leyti. Í þeim orðum mínum felst ekki að ríkisstjórninni hafi snúist hugur og ætli sér ekki að selja. Ríkisstjórnin ætlar sér að selja enda fáist viðunandi verð fyrir fyrirtækið. Það hefur komið fram hjá talsmönnum beggja flokka hvað eftir annað.