Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 18:25:44 (1073)

2003-11-03 18:25:44# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[18:25]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi ræða vekur athygli vegna þess að hún er nýlunda á þessum vettvangi. Hún mundi vekja athygli með sama hætti og kafli í minni ræðu á landsfundi Sjálfstfl. þar sem ég lýsti því yfir að við ætluðum að hækka tekjuskatt, hækka virðisaukaskatt og fleira í þeim dúr mundi auðvitað vekja athygli. Menn mundu segja að þar væri alger nýlunda á ferðinni, að formaður Sjálfstfl. væri að boða skattahækkanir á öllum sviðum. Það er af þessum ástæðum sem þessi ræða vakti athygli, að menn fóru yfir á nýjar slóðir og töluðu með allt öðrum hætti en ýmsir hv. myndarlegir þingmenn hafa iðulega talað hér í salnum á undanförnum árum.