Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 18:54:23 (1088)

2003-11-03 18:54:23# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[18:54]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Frú forseti. Enn tek ég það fram að hugur minn stendur ekki til þess að túlka eða afflytja á nokkurn hátt það sem þarna gerðist enda er það ekki mitt hlutverk. En svo vill til að ég var að hlusta á kvöldfréttir Ríkisútvarpsins áðan og þar voru viðtöl við hv. þm. Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, annars vegar og varaþingmanninn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, varaformann Samfylkingarinnar, hins vegar. Þar lét sú síðarnefnda að því liggja að kannski hefði nú eitthvað skolast til í afgreiðslu þessa máls hvað varðaði afnám verðtryggingar á húsnæðislánum. En síðan var viðtal við formann Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson sem bar það til baka með mjög svipuðum hætti og hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gerði hér áðan. Vonandi er þá enginn misskilningur þar á ferð og menn hafa samþykkt það sem þeir ætluðu að samþykkja og ekki annað.