Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 16:52:07 (1133)

2003-11-04 16:52:07# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[16:52]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er enn að reyna að átta mig á hver skoðun Samfylkingarinnar er í þessu máli. Ég átta mig ekki alveg á því. Hún er tilbúin að skoða málið. En það á að taka þrjú ár að skoða það, eða bara í haust? Ég er þarf nú kannski að fá svar hjá hv. þm. við því.

En eitt er það sem hv. þm. sagði og mér líkar ekki. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir fullyrti að hugur fylgdi ekki máli. Það er bara alrangt. Hér fylgir hugur máli eins og við eigum eftir að komast að raun um þegar við munum fjalla um þessa tillögu í umhvn. þingsins.

Svo vil ég benda hv. þm. á það að mér er ekki kunnugt um að rjúpan sé í ákveðnum stjórnmálaflokki.