Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 16:54:52 (1135)

2003-11-04 16:54:52# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[16:54]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla nú ekki að spyrja hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að því hvenær ég mun leggja fram þingsályktunartillögur eða önnur mál hér í þinginu.

En það er gaman að heyra það að Samfylkingin standi vörð um dýr merkurinnar. (Gripið fram í.) Það er orðrétt haft eftir hv. þingmanni. (Gripið fram í.) Annað sem hv. þm. sagði var að rjúpan ætti að njóta vafans. (Gripið fram í: Ha?) Þetta eru svona frasar sem hafa heyrst lengi.

En, hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir, þessi þáltill. verður auðvitað rædd í umhvn. og kemur væntanlega aftur inn í þingið. Ég er enn þá að auglýsa eftir skoðun Samfylkingarinnar. Er hún með eða á móti þessari þáltill.? Ég hef ekkert heyrt neitt um það né heldur hvort hún vilji fjalla um hana í tvo mánuði eða þrjú ár. (Gripið fram í: En Sjálfstfl., hvar er hann?)