Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 18:33:03 (1168)

2003-11-04 18:33:03# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[18:33]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla nú að biðja hv. þm. að hvíla sig á öllum áhyggjum af stöðunni á stjórnarheimilinu því að ef hann fer að hafa miklar áhyggjur þá hverfur af honum gleðisvipurinn og þreytan tekur við og löngunin eftir að komast í ráðherrastól. Það er mjög erfitt að þreyja með það í marga mánuði, jafnvel í nokkur ár, í maganum. (Gripið fram í: ... þekkir það?) Ég vil því biðja hv. þm. að sleppa öllum áhyggjum og gera sér það fullljóst að hér er komin ríkisstjórn sem er í góðu samstarfi. Ég verð að segja fyrir mig að bæði í mínum þingflokki og því samstarfi sem ég á við sjálfstæðismennina að það er allt heiðarlegt og svikalaust. Það hefur verið drengskapur á báða bóga og heilindi og þarf ekkert að vera að rugla því inn í þessar umræður. Í þessu máli hafa menn gefið sér meira frelsi en oft gerist. Þess vegna hafa þessir þingmenn flutt þetta og væri nú myndarlegt af þeim að draga tillöguna til baka. (Gripið fram í: Noh!)