Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 18:37:53 (1171)

2003-11-04 18:37:53# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[18:37]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var nú reyndar ekki ráðherra. En ég átti sæti í utanrmn. og vann heilt sumar við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

En nú sit ég í umhvn. þingsins og við erum búin að sitja yfir því hvernig megi afstýra þeim áhrifum sem bráðabirgðalögin sem sett voru í sumar, sem auðvitað aldrei skyldi verið hafa, geta haft að óbreyttu. Ég vona að ráðherrann sé búinn að heyra um það að verið er að reyna að setja því skorður í landbn. að lögin hafi þau áhrif sem annars stefnir í.

Svo hlýt ég að segja ráðherranum frá því að í EES-samningnum eru tæki til þess og vitnað er til þess að heimalandið hefur ákveðinn varnaðarrétt þannig að það þýðir ekkert að koma inn á þetta. Ráðherrann talaði um rjúpuna með allt öðrum hætti en hann fer með laxinn.