Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:40:41 (1193)

2003-11-04 19:40:41# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:40]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. umhvrh. hefur gert góða og glögga grein fyrir afstöðu sinni til þeirrar vantrauststillögu sem hér hefur verið flutt á hennar verk. Við þá umræðu hefur hæstv. ráðherrann ítrekað sagt að ráðherra hafi tekið ákvörðun um að friða rjúpuna næstu þrjú árin. Nú er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur verið tekin ákvörðun um að hæstv. umhvrh. láti af því embætti eftir 10 mánuði og við því taki hv. þm. Sigríður Anna Þórðardóttir. Þess vegna sakna ég þess að hv. þm. Sigríður Anna Þórðardóttir hefur ekki lýst skoðun sinni í umræðunni í dag og ég spyr hæstv. umhvrh. í fjarveru arftaka síns hvort hún hafi ástæðu til að ætla að arftaki hennar sem umhvrh. muni staðfesta þessa ákvörðun hennar eða hvort hún fylgi í þessu máli stefnu ríkisstjórnarinnar eða stefnu meiri hluta þingflokks Sjálfstfl. Hv. þm. Sigríður Anna Þórðardóttir er jú í þeim þingflokki og meiri hluti þingflokks Sjálfstfl. stendur að þeirri tilögu sem hér er fram komin.