Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:41:56 (1194)

2003-11-04 19:41:56# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:41]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ákvörðunin er hugsuð til þriggja ára vegna þess að þá fær rjúpnastofninn nokkur ár til að nýta sér uppsveiflutímann. Ég get ekki svarað fyrir skoðanir einstakra þingmanna hér. En ég get bent á það að hv. þm. Sigríður Anna Þórðardóttir er ekki á þessari þáltill. og þetta mál fer til umhvn. þannig að þar mun umfjöllunin fara fram. Ég tel alls ekki við hæfi að ég fari eitthvað að fjalla um það hver skoðun einstakra þingmanna er á einstaka málum hér. Þeir geta gert grein fyrir sínum skoðunum við þau tækifæri sem gefast.

Það er alveg ljóst að þetta mál mun brenna talsvert á hv. þm. Sigríði Önnu Þórðardóttur á næstunni vegna þess að hún verður í þeirri stöðu að þessi lög sem við byggjum þetta veiðibann á falla undir umhvrh.