Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:44:26 (1197)

2003-11-04 19:44:26# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:44]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér kom fram rétt áðan hjá hæstv. umhvrh. að þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki blessað þessa þáltill. Fyrr í dag kom það fram í máli hæstv. landbrh. að ríkisstjórnin hefði samþykkt þetta fyrir sitt leyti, þetta hafi verið samþykkt í ríkisstjórn. Því vil ég spyrja hæstv. umhvrh.: Er þetta ekki ríkisstjórnarmál? Hvaða augum lítur hæstv. umhvrh. þetta mál þegar það kemur hér fram að 14 þingmenn Sjálfstfl. eru með þessa vantrauststillögu á hana eins og hv. þm. Helgi Hjörvar nefndi áðan? Aðeins tveir óbreyttir þingmenn Sjálfstfl., Sigríður Anna Þórðardóttir, verðandi umhvrh. eftir einhvern tíma, og Halldór Blöndal, forseti þingsins, eru ekki á henni og ekki ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem væntanlega hafa stutt þessa reglugerð hjá hæstv. umhvrh. eins og hér hefur komið fram hjá hæstv. landbrh.

Ég bara spyr hæstv. umhvrh. og vil fá skýrt svar: Er þetta ríkisstjórnarmál eða ekki?