Notkun kannabisefna í lækningaskyni

Miðvikudaginn 05. nóvember 2003, kl. 18:53:48 (1270)

2003-11-05 18:53:48# 130. lþ. 21.18 fundur 131. mál: #A notkun kannabisefna í lækningaskyni# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hvort ég hafi skilið rétt það sem hann sagði, að t.d. í dæminu sem hv. þm. Margrét Frímannsdóttir nefndi um krabbameinssjúklinginn sem var tekinn með kannabisefni í fórum sínum og lendir í að greiða 70 þús. kr. sekt eða í 16 daga fangelsi. Hefði hann t.d. getað sloppið við það ef læknirinn hans hefði sótt um leyfi til að fá kannabisefni fyrir hann til að lina þjáningar hans?

Hæstv. ráðherra nefndi dæmi um leyfi Landspítala -- háskólasjúkrahúss til þess að nota kannabislyf í undantekningartilvikum. Hefði sem sagt verið hægt að koma í veg fyrir þennan dóm ef læknir viðkomandi sjúklings hefði beitt sér í málinu?