Kynfræðsla í framhaldsskólum

Miðvikudaginn 05. nóvember 2003, kl. 19:21:50 (1281)

2003-11-05 19:21:50# 130. lþ. 21.20 fundur 188. mál: #A kynfræðsla í framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi BrM
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 130. lþ.

[19:21]

Fyrirspyrjandi (Brynja Magnúsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrrh. ágæt svör við spurningum mínum. Það er gott að vita fleiri staðreyndir um tölfræði, jákvæða og neikvæða, að hafin sé framleiðsla námsefnis og umræða um aðgengi ungmenna að getnaðarvörnum.

Ég vil minna á að í heilbrigðisáætlun til 2010 er markmiðið m.a. að fækka ótímabærum þungunum meðal stúlkna 19 ára og yngri um 50%. Miðað við sett markmið, hina neikvæðu tölfræði sem tæpt hefur verið á í umræðunni í dag og þær umræður sem hafa verið hér á hinu háa Alþingi þá tel ég víst að hæstv. heilbrrh. einbeiti sér að þessu málefni. En oft verður að margnefna góða hluti svo að þeir verði framkvæmdir.