Kynfræðsla í framhaldsskólum

Miðvikudaginn 05. nóvember 2003, kl. 19:22:48 (1282)

2003-11-05 19:22:48# 130. lþ. 21.20 fundur 188. mál: #A kynfræðsla í framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 130. lþ.

[19:22]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá umræðu sem hér hefur farið fram. Ég held að það beri ekki mikið á milli í umræðunni. Ég held að hv. þingmenn séu sammála um verkefnið sem fyrir liggur, að berjast gegn ótímabærum þungunum, koma í veg fyrir fóstureyðingar af þeim sökum og berjast gegn kynsjúkdómum.

Ég minnist þess að fyrir nokkuð mörgum árum var sérstök áróðursherferð í gangi fyrir að nota smokkinn. Ég hygg að hún hafi borið nokkurn árangur þó að ég hafi ekki tölur þar um á hraðbergi. Ég endurtek að ég á von á tillögum sóttvarnalæknis um þetta mál. Við munum fara yfir þær þegar þar að kemur. Ég tel að menn greini ekkert á um takmarkið. Fyrst er að gera sér grein fyrir vandanum. Ég tel að menn hafi gert það, og síðan er að gera sér grein fyrir því hvernig verði best barist fyrir úrbótum. Það höfum við vilja til að gera.