Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 12:13:21 (1315)

2003-11-06 12:13:21# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[12:13]

Frsm. minni hluta landbn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í reynd er engu við þetta að bæta og í þessu andsvari kom ekkert nýtt fram sem máli skiptir. Hins vegar vakti það sérstaka athygli mína að í niðurstöðu þessarar álitsgerðar sem vitnað er til, sem við gerum ekki að aðalatriði heldur drögum fram að þetta sjónarmið hafi verið sett fram, treystir hún sér ekki til að fullyrða nákvæmlega hvernig þetta er og segir að þetta sé ekki vafalaust. Þessi greinargerð er þess utan unnin með miklum hraði eins og flest í þessari nefnd og það var á engan hátt hægt að meta þá hagsmuni sem verið var að bjarga með setningu bráðabirgðalaganna, borið saman við þá hagsmuni sem settir voru í uppnám.

Að öðru leyti vísa ég þessum fullyrðingum á bug.