Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 15:36:38 (1340)

2003-11-06 15:36:38# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[15:36]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur fyrir hlý orð í minn garð varðandi þá ræðu sem ég flutti er ég fór yfir atriði varðandi bráðabirgðalögin og setningu þeirra út frá stjórnarskránni. Þingmaðurinn skeiðaði fimlega fram hjá þeim álitaefnum sem máli skipta og kallaði eftir því hvort ekki hefði verið rétt að kalla þingið saman. Ég ber ekki ábyrgð á því. Það er ráðherranna að kalla þingið saman telji þeir ástæðu til þess. Hins vegar hefur ríkisstjórnin heimildir í stjórnarskránni til þess að setja bráðabirgðalög meðan þingið situr ekki og ég veit ekki betur en að farið hafi verið eftir þeim reglum við setningu þessara laga sem lög og stjórnarskrá kveða á um. Ég get ekki svarað því frekar en með þessum hætti.