Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 15:43:50 (1344)

2003-11-06 15:43:50# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[15:43]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gera það sama og ég gerði áðan, þ.e. þakka hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni kærlega fyrir hrósið. Ég verð hins vegar að hryggja hann með því að þó svo að ég þekki dóma Hæstaréttar ágætlega þá þekki ég þá ekki svo vel að ég geti þulið upp þá hagsmuni sem uppi hafa verið í þeim málum þar sem tekist hefur verið á við lögmæti bráðabirgðalaga. Ég get ekki rutt út úr mér ræðu um sambærileg tilvik við það sem hér er til umfjöllunar. Ég verð því miður að vera sanngjarn og hryggja hv. þm. (Gripið fram í.) með því að segja að mér er ekki kunnugt um sambærileg tilvik. Hins vegar tel ég ekki loku fyrir það skotið að þau séu til.