Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 17:03:16 (1365)

2003-11-06 17:03:16# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[17:03]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. landbrh. skýrir hlutina á sannfærandi hátt. Ég er sammála honum um það hvernig þetta hefur þróast. En tíðarandinn var annar 1984 en bara tíu árum seinna og við erum auðvitað alltaf að læra af hlutunum.

En hér hafa komið fram í dag þeir stjórnarþingmenn sem hafa úttalað sig og sagt berum orðum: ,,Við viljum ekki innflutning á laxastofnum erlendis frá.`` Þá er spurningin, eins og fram kom í umræðum í hv. landbn.: Hvers vegna ekki að gera hina þyngstu tæknilegu hindrun mögulega með því að setja inn ákvæði --- og vil ég nú spyrja hæstv. landbrh. um það --- að setja inn ákvæði um að óheimilt sé að vera með eldi á slíkum fiski í sjó en vera með tæknilega hindrun sem byggir á því að menn verði að gera það uppi á landi? Það er ekki talið arðvænlegt og ætti þess vegna að halda gjörsamlega.