Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 17:09:19 (1368)

2003-11-06 17:09:19# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, ÞBack (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[17:09]

Þuríður Backman (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í stjórnarandstöðunni höfum lýst skoðun okkar hér í dag á þessu frv. og bráðabirgðalögunum sem sett voru í sumar. Við höfum mótmælt harðlega setningu þeirra bráðabirgðalaga. Varðandi breytingartillögurnar sem hér liggja frammi þá eru þær til bóta. En við höfum lýst því yfir að hér hefði átt að viðhafa önnur vinnubrögð, hafa varúðarregluna að leiðarljósi, setja lög sem tryggja og vernda íslenska náttúru, íslensk lagardýr og íslenska laxastofna og í framhaldi af því að lögleiða þá tilskipun EES sem hér um ræðir. Þannig værum við að tryggja lífríkið hér eins og okkur er mögulegt. Við í stjórnarandstöðunni munum því öll standa saman og sitjum hjá við atkvæðagreiðsluna um breytingartillögurnar en greiða síðan atkvæði gegn málinu í heild.