Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 16:30:16 (1401)

2003-11-10 16:30:16# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[16:30]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þetta með græna og rauða litinn þá finnst mér alltaf líking hæstv. ráðherra Björns Bjarnasonar skemmtilegust en hann talar um melónuflokk sem sé grænn að utan en rauður að innan. Það finnst mér skemmtilegt og í sjálfu sér ágætlega viðeigandi. Ég hef aldrei borið á móti því að það sé rautt innan í mér. Aldrei.

Ég veit ekki hvað hæstv. ráðherra átti við þegar hann lét að því liggja að ég þekkti það manna best að mál væru dregin fyrir dómstóla. Ég hef verið svo lánsamur í lífi mínu að ég hef ekki oft átt erindi þangað. Ég hef einu sinni verið beðinn að mæta sem vitni og þá vegna starfa minna sem landbrh. á sinni tíð. En að öðru leyti hef ég verið blessunarlega laus við að leggja mín mál undir dómstóla. (Landbrh.: Ég virði heiðarleika háttvirts þingmanns.)