Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 16:34:57 (1404)

2003-11-10 16:34:57# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[16:34]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það fer ekkert á milli mála að þegar frv. var lagt fram á síðustu dögum 128. löggjafarþings taldi nefndin málið mjög umdeilt og viðamikið og þarfnast ítarlegrar skoðunar. Þess vegna var það sent til umsagnaraðila. Fjórir þingdagar voru of fáir til að afgreiða þetta viðamikla mál. Nú hefur nefndin farið mjög ítarlega yfir málið og fengið til sín gesti eins og rakið er í nál. landbn. Frv. hefur tekið breytingum. Þær hafa allar verið gerðar í samráði við hæstv. landbrh. og utanrmn. vegna þess að málið er utanríkismál að miklu leyti.