Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:21:24 (1432)

2003-11-10 18:21:24# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:21]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Með þeirri tillögu sem við leggjum hér fram á þskj. 325 má segja að við séum að reyna að skjóta björgunarbáti undir hæstv. landbrh. og ríkisstjórnina þannig að málið verði afgreitt á þann hátt að hægt sé að vísa til tiltekinna sjónarmiða er lúta að umhverfismálum og náttúruvernd í stað þess að fara þá leið sem hæstv. landbrh. hefur ákveðið og ríkisstjórnin í heild sinni, þ.e. að heimila innflutning en beita svo tæknilegum viðskiptahindrunum á grundvelli fisksjúkdómavarna. Við teljum að sú leið sé afar hættuleg. Þrátt fyrir að landbn. hafi reynt að bjarga því sem hægt er að bjarga í þessu máli þá erum við hér að reyna að bjarga hæstv. landbrh. En mér sýnist á atkvæðatöflunni að hæstv. ráðherra vilji ekki einu sinni láta bjarga sér.