Starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 13:37:35 (1454)

2003-11-11 13:37:35# 130. lþ. 24.91 fundur 132#B starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[13:37]

Mörður Árnason:

Hæstv. forseti. Vissulega væri ágætt að fleiri ráðherrar væru viðstaddir þessa umræðu en raun ber vitni. Hins vegar liggja staðreyndirnar fyrir, 70 millj. hafa verið veittar til þess að kaupa óþægilega embættismenn, eða stirða, úr því samstarfi sem ráðherrar og stjórnarmenn Byggðastofnunar hafa þurft að eiga við þá. Maður spyr auðvitað hverju þetta sæti, í fyrsta lagi hvers vegna ekki helst á mönnum í starfi í þessum stöðum, í öðru lagi hvernig stendur á þeim mismun sem hv. þm., upphafsmaður þessarar umræðu, vakti athygli á milli þessara tveggja karla og þeirrar konu sem nú er á förum og á að greiða svolitla vasapeninga meðan hún leitar sér að nýju starfi.

Það vekur auðvitað líka spurningar hvort þetta fé muni vera flokkað sem styrkur til byggðastefnu og auðvitað hvaða heimildir menn hafa til þess, bæði lagalegar og siðferðilegar, að fara svona með fé skattborgaranna.