Starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 13:39:08 (1455)

2003-11-11 13:39:08# 130. lþ. 24.91 fundur 132#B starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar# (aths. um störf þingsins), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[13:39]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon):

Virðulegi forseti. Hv. alþm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vekur máls á starfslokasamningum við fyrrum forstjóra Byggðastofnunar og óskar eftir því að jafnréttisráðherra sé viðstaddur þá umræðu. Ekki skildi ég það þegar sú ósk kom og enn síður skil ég það nú. Ég tek undir með hv. þm. Hjálmari Árnasyni: Hvers vegna í ósköpunum er vakið máls á þessari umræðu hér að iðnrh. fjarstaddri, þeim ráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum? Hvað lá á og hvaða tilgangi þjónar það að koma með inn í þingsal málefni einstaklings úti í bæ sem hefur látið af störfum fyrir ríkið í sátt og samlyndi við félmrn. og það hefur verið gert upp við þann einstakling? (Gripið fram í.) Hvaða tilgangi þjónar það? Nei, ég er að tala um framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu af því að hv. þm. sá ástæðu til að taka mál þess einstaklings upp á Alþingi. Ég furða mig á þessum vinnubrögðum.