Starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 13:45:09 (1458)

2003-11-11 13:45:09# 130. lþ. 24.91 fundur 132#B starfslokasamningar við forstjóra Byggðastofnunar# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[13:45]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég held að það svar sem við ræðum hér og tilefni þess ásamt öðrum upplýsingum sem komið hafa fram hjá hv. Alþingi gefi fullt tilefni til að það verði skoðað gaumgæfilega hvort ekki þarf að setja reglur um starfslokasamninga og hvernig þeir eigi að vera úr garði gerðir.

Það virðist vera svo, virðulegi forseti, að á undanförnum árum hafi starfslokasamningar farið að teygjast inn í framtíðina svo að nemur jafnvel allt að þremur árum og ríkið sé að láta ótrúlegar upphæðir í ýmsa starfslokasamninga og er þá ekki gerð grein fyrir því hvort um karl eða konu er að ræða. Hins vegar er fullt tilefni til þess að spurt sé, í tilefni þeirra upphæða sem hér er verið að ræða um, hvort jafnræði sé með kynjum að þessu leyti. En aðalmálið finnst mér vera að það verði skoðað í hvaða farveg greiðslur í starfslokasamningum eru að fara.