Gjald vegna ólögmæts sjávarafla

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 15:21:22 (1475)

2003-11-11 15:21:22# 130. lþ. 24.3 fundur 254. mál: #A gjald vegna ólögmæts sjávarafla# (rannsóknir og nýsköpun) frv., 255. mál: #A stjórn fiskveiða# (hafrannsóknaafli, þorskeldiskvóti) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[15:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég fellst eiginlega ekki á þessi síðustu rök, að þetta sé þvæla. Það eru ekki rök í málinu, frú forseti. (Gripið fram í.) Það eru ekki rök í málinu, menn ræða ekki málefnalega á þennan hátt.

Það sem ég sagði í inngangi máls míns var að í 20 ár höfum við haft takmörkun á veiðiheimildum á Íslandi. Í 20 ár höfum við meira og minna farið að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Það hefur ekki gefið góða raun. Og þá verða menn að vera gagnrýnir á þá stofnun sem er með veiðiráðgjöf og líta hugsanlega til annarra átta. Það eru fleiri vísindamenn til og nú er einmitt verið að opna möguleika á því að þeir fái að veiða líka, og þeir fái líka að rannsaka. Verið er að opna möguleika á það að aðrir vísindamenn komist að.

Ég er ekki að segja að þeir vísindamenn sem eru í Hafró séu á einhvern hátt slæmir vísindamenn. Það er umgjörðin, það er kerfið í kringum þá sem gerir það að verkum að þeir eiga mjög erfitt með að vera gagnrýnir á eigin niðurstöður eins og vísindamenn eiga alltaf að vera.