Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 11. nóvember 2003, kl. 16:22:46 (1490)

2003-11-11 16:22:46# 130. lþ. 24.7 fundur 37. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (lausir kjarasamningar) frv., GMJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 130. lþ.

[16:22]

Grétar Mar Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég tek undir þetta frv. en mig furðar dálítið hve fáir þingmenn eru hér í salnum. Ég get ekki að því gert að þegar maður er svona nýkominn til starfa finnst manni skjóta skökku við að það séu aðeins þrír þingmenn í salnum sem stendur (HjÁ: Fjórir, fimm með þér.) Já, fjórir. Fimm í það heila. Mér finnast dálítið sérkennileg vinnubrögð að menn skuli ekki mæta í vinnuna.

Ég þarf ekkert að orðlengja þetta en ég styð auðvitað frv. og þetta er hið besta mál fyrir stéttarfélög í landinu.