Sýkingarhætta á sjúkrahúsum

Miðvikudaginn 12. nóvember 2003, kl. 14:39:55 (1532)

2003-11-12 14:39:55# 130. lþ. 26.4 fundur 159. mál: #A sýkingarhætta á sjúkrahúsum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 130. lþ.

[14:39]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að koma með þessa fsp. Ljóst er að sterkari sýklar grassera nú hjá okkur, m.a. vegna ofnotkunar sýklalyfja. Það eru mikil þrengsli, mörg fjölbýli eru á háskólasjúkrahúsinu og umsetningin er mikil. Það eru styttri innlagnir og veikari einstaklingar sem liggja inni. Við höfum farið yfir þetta í þessum sal og ég trúi því að okkur sé þetta kunnugt. Það þarf auðvitað að hanna ný sjúkrahús með tilliti til þessara þátta.

En ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Erum við ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatn? Á ekki að kanna það alveg sérstaklega hvort almenn þrif séu nægjanleg. Ég dreg það stórlega í efa.