Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 12:49:33 (1600)

2003-11-13 12:49:33# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[12:49]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kom að því í ræðu minni hver kostnaðurinn mundi verða við að sækja um aðild að öryggisráðinu. Ég vonast til að síðar í dag geti utanrrh. gert okkur grein fyrir því á hv. Alþingi hvaða kostnaður hann telur að muni fylgja þeirri upphefð sem verið er að sækjast eftir. Ég held að það sé nauðsynlegt að fá það upplýst.

Mér sýnist margt í ræðu utanrrh. benda til að til ákveðinna verka hafi verið stofnað beinlínis í þeim tilgangi að efla stöðu okkar til að ná sæti í öryggisráðinu. Mér finnst nauðsynlegt að það sé upplýst af hæstv. ráðherra til hvaða kostnaðar er stofnað beinlínis í þeim tilgangi.