Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 14:51:35 (1618)

2003-11-13 14:51:35# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[14:51]

Ásgeir Friðgeirsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel Bandaríkjamenn að sjálfsögðu til vina okkar en undirstrika þó að í utanríkismálum eigum við fyrst og fremst að sýna sjálfstæði. Ég vil hins vegar árétta meginatriði ræðu minnar, þ.e. hvort vænta megi breytinga í þá veru að fækka hindrunum í vegi innflutnings á landbúnaðarvörum frá fátækustu ríkjum veraldar hingað til Íslands.