Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 13. nóvember 2003, kl. 18:02:35 (1671)

2003-11-13 18:02:35# 130. lþ. 27.1 fundur 142#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 130. lþ.

[18:02]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði svo sem ekki að koma aftur hér í pontu en ég ver minn formann. Bara svo að við höfum það á hreinu. Hann gagnrýndi það sem ekki var í ræðunni. Honum fannst óþarfi að nota svona mikinn part af ræðunni í umræðuna um öryggisráðið og það má vera skoðun hans. Það er alveg ljóst sem ég hef hér sagt að um leið og Samf. hefur sett fram sín varnaðarorð um ýmislegt sem snýr að þessu máli styður hún að Ísland sækist eftir setu í öryggisráðinu. Og þetta er mikilvægt. Mín orð lutu að því að þar sem ráðherranum hefði verið í mun að nota svona mikinn part af ræðu sinni í að ræða öryggisráðið færi vel á því að enda á því. Og það er bara endurtekið hér.

Það er samt frekar óþægilegt að enda svona langa umræðu --- hún hófst hér klukkan hálfellefu í morgun og við hæstv. utanrrh. höfum setið við nær sleitulaust síðan --- á svo vinsamlegum orðum og að ráðherrann kunni ekki að meta þau. Það finnst mér miður.

En ég endurtek bara stuðning minn og forsendur hans.