Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:02:43 (1675)

2003-11-17 15:02:43# 130. lþ. 28.92 fundur 155#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Um kl. 3.30, að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og atkvæðagreiðslum, fer fram utandagskrárumræða um stöðu nýsköpunar á Íslandi. Málshefjandi er hv. þm. Ásgeir Friðgeirsson. Hæstv. viðskrh., Valgerður Sverrisdóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.