Bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:08:22 (1680)

2003-11-17 15:08:22# 130. lþ. 28.91 fundur 154#B bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (aths. um störf þingsins), MÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:08]

Mörður Árnason (um fundarstjórn):

Forseti. Það er auðvitað þannig að þegar menn taka hér til máls um störf þingsins gera þeir það í fullum rétti. Ég hef ekki í annan tíma heyrt umræðu um störf þingsins sem er einmitt um störf þingsins og það sem mér finnst að forseti eigi að gera í staðinn fyrir að tefja menn í alvarlegri og einbeittri umræðu er að taka þátt í henni sjálfur og skýra að sínu leyti hvað honum finnst um svona vinnubrögð Alþingis sem hann stjórnar.