Landhelgisgæslan

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:42:25 (1703)

2003-11-17 15:42:25# 130. lþ. 28.1 fundur 149#B Landhelgisgæslan# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:42]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svör hans. Það er gott að vita til þess að öll starfsemi Landhelgisgæslunnar er í endurskoðun. Það liggur náttúrlega alveg ljóst fyrir að slík starfsemi og það eftirlit sem Landhelgisgæslan þarf að sinna á haffleti sem er 758 þúsund ferkílómetrar, og í samstarfi við aðra aðila um björgun á hafinu þarf að gæta 1,8 milljón ferkílómetra, þá er það allumsvifamikið starf sem Gæslan sinnir og ekki vanþörf á að henni sé vel skipað í sess hvað áhrærir tæki og búnað.