Umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 16:08:06 (1721)

2003-11-17 16:08:06# 130. lþ. 28.93 fundur 156#B umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (um fundarstjórn), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[16:08]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Mér finnst hæstv. forseti skulda þinginu skýringu, því að eftir að hann hafði óskað eftir því við hv. þm. Helga Hjörvar að hann beindi fyrirspurn sinni inn í óundirbúnar fyrirspurnir til hæstv. forsrh. kom hæstv. forsrh. hér upp, tók undir það og sagði að hann mundi ekki svara hv. þm. nema sú fyrirspurn kæmi fram í óundirbúnum fyrirspurnum. Hv. þm. Helgi Hjörvar fór að þessum tilmælum og kom með beiðni sína um óundirbúna fyrirspurn til forsrh. um þetta efni áður en óundirbúnar fyrirspurnir hófust. Þess vegna spyr ég hvers vegna hæstv. forseti fór ekki að því sem hann sjálfur benti hv. þm. á að gera.