Umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 16:09:03 (1722)

2003-11-17 16:09:03# 130. lþ. 28.93 fundur 156#B umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[16:09]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil leiðrétta hv. þm. Ég beindi ekki til hans neinu af því tagi sem hv. þm. sagði. Ég sagði á hinn bóginn að fyrsta dagskrármálið væri Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa, eins og hv. þm. er kunnugt. Mér finnst eðlilegt þegar það er fyrsta mál á dagskrá, ég tala ekki um þegar forsrh. á í hlut, að þingmenn sýni þinginu þá virðingu að ganga til dagskrár samkvæmt þeim dagskrárlið.