Alþjóðleg viðskiptafélög

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 20:15:43 (1776)

2003-11-17 20:15:43# 130. lþ. 28.7 fundur 312. mál: #A alþjóðleg viðskiptafélög# (brottfall laga o.fl.) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[20:15]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst mjög langsótt að tala um ríkisstyrk í þessu sambandi. Þarna var um samkomulag um samstarf að ræða. Eins og ég sagði áðan var starfsmaður í hlutastarfi sem sinnti þessu. Það vildi svo til að hann var staðsettur í Verslunarráðinu. Það var samkomulag um það. Ég tel að hv. þm. sé kominn í einhverja leikfimi með því að hugsa þetta svona.

Ég get alveg skilið það að menn geti haft svolítið gaman að þessu. (Gripið fram í.) Mér finnst skiljanlegt að hv. þingmenn geti skemmt sér svolítið yfir þessu máli. Ég hvet þá endilega til þess.