Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 15:02:27 (1808)

2003-11-18 15:02:27# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Einar Már Sigurðarson dró fram í máli sínu og vitnaði í tölur sem komu frá Samtökum atvinnulífsins og taldi það til marks um rekstrarafkomu heilbrigðisstofnana og vildi fá álit meiri hluta fjárln. á því máli. Ég ætla að tala fyrir mína hönd og lýsa því yfir að ég hef ekki mikið álit á þessu yfirliti vegna þess að mjög alvarlegar athugasemdir hafa komið fram við þetta plagg sem kom frá Samtökum atvinnulífsins, þar sem svo virðist sem ekki sé tekið tillit til ýmissa hluta sem þar bæri að taka tillit til. Og ég veit að hv. þm. veit hvað ég á við. Ég vil þess vegna snúa spurningunni við og spyrja hv. þm. hvert álit hans sé á framsetningu Samtaka atvinnulífsins varðandi afkomu heilbrigðisstofnana.