Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 15:58:29 (1825)

2003-11-18 15:58:29# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[15:58]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Frú forseti. Víst höfum við stefnu. Ég fór yfir það áðan hvernig hún er. Það eru alveg hreinar línur hvernig hún er. Það er spurning hvernig við notum fjármunina okkar til þessa málaflokks þannig að vöxturinn verði ekki umfram tekjuöflun ríkisins. Ef það verður þá náttúrlega endar þetta í strandi. Á það er ég að benda hér að slíkt getur ekki gengið endalaust. Spurningin er líka: Eiga sérstakir málaflokkar innan heilbrigðiskerfisins að fá meira en aðrir og eiga skussarnir í rekstrinum að fá meira en þeir sem reka stofnanir sínar vel? (GÁS: Það er hægt að skipta um ríkis...)