Mat á umhverfisáhrifum

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 19:02:56 (1855)

2003-11-18 19:02:56# 130. lþ. 29.8 fundur 301. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (matsferli, málskotsréttur o.fl.) frv., 302. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (úrskurðarnefnd, framkvæmdaleyfi) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[19:02]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alls ekki hægt að túlka orð mín eins og hv. þm. gerði. Ég var einmitt að segja að ég teldi 8. gr. og 15. gr. í frv. mjög eðlilegar. Eins og ég skildi hv. þm. þá kemur annars staðar fram tilvísun til orðalagsins ,,umtalsverð umhverfisáhrif``. Það má vera að þar séu tæknileg mistök við samningu frumvarpsins. Ég átti við að ef um slíkt væri að ræða þá væri eðlilegt að nefndin skoðaði það.